Svefnráðgjöf

Svefnráðgjöf barna – blíðar aðferðir

Svefnráðgjöfin sem ég veiti miðar að því að gera foreldrum grein fyrir því hvað teljist raunhæf svefnviðmið miða við aldur barns, búa til góðar svefnvenjur, lesa í þreytumerki barns og finna blíðar lausnir á hugsanlegum svefnvandamálum.

Ráðgjöfin sem boðið er uppá er tvíþætt. Annars vegar net-og símaráðgjöf sem felur í sér ráðgjöf á svefni, svefnvenjum og almennum lausnum.

Hinsvegar  lausnamiðuð ráðgjöf sem felur í sér greiningu á svefnvenjum, persónulegu svefnprógrammi og eftirfylgni. Slík ráðgjöf felur í sér að svefnráðgjafi kemur í 1-2 heimsóknir, kynnist barninu og foreldrum og gerir svefnprógramm eftir þörfum þeirra.

Til þess að fá svefnráðgjöf sendir viðkomandi tölvupóst, með upplýsingum um aldur barns og fyrirspurn eða stutta lýsingu á vandamálinu, á netfangið svefnradgjof@gmail.com

Sólveig Reynisdóttir svefnráðgjafi